Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2007 16:30 Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, með bikarinn góða. Mynd/E. Stefán Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. „Ég tel engan vafa á því að Fjölnismenn geti mætt afslappaðri í þennan leik,“ sagði Ólafur við Vísi. „Öll þjóðin heldur með Fjölni og er það ekkert óeðlilegt. Það verður auðveldara að rífa Fjölnismenn upp fyrir leikinn en nokkurn tímann okkur.“ FH spilaði síðast til úrslita bikarkeppninnar árið 2003 en hefur þó aldrei náð að hampa bikarnum eftirsótta. Liðið varð Íslandsmeistari þrívegis, á árunum 2004-2006, en missti naumlega af titlinum á lokaspretti mótsins í ár. Langþráða tvennan verður því ekki unnin af FH-ingum í ár. „Ég hef sagt það áður að miðað við að við höfum verið taldir meðal bestu liða landsins hefur verið ansi fúlt að komast aldrei í úrslitaleikinn. En leikurinn leggst afar vel í mig og fögnum við því að fá að taka þátt í honum nú.“ Hann segir að það ef FH vinni á laugardaginn mun það ekkert skyggja á sigurinn að liðið varð ekki einnig Íslandsmeistari. „Við erum búnir að afgreiða Íslandsmótið okkar á milli og nú er það bara þessi keppni sem gildir. Það kemur ekki eitt í staðinn fyrir annað.“ Ólafur segir að Fjölnisliðið er gott en það lék sem kunnugt er í fyrstu deildinni í sumar og lenti þar í þriðja sæti. „Fjölnir hefur spilað mjög vel í sumar og er með fljóta leikmenn sem og hóp leikmanna sem hafa reynslu úr úrvalsdeildinni. Þetta er fín samsetning á liði.“ Hann segir þó að undirbúningur sinna manna verður með hefðbundnu sniði. „Við komum með að spila okkar bolta eins og alltaf.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. „Ég tel engan vafa á því að Fjölnismenn geti mætt afslappaðri í þennan leik,“ sagði Ólafur við Vísi. „Öll þjóðin heldur með Fjölni og er það ekkert óeðlilegt. Það verður auðveldara að rífa Fjölnismenn upp fyrir leikinn en nokkurn tímann okkur.“ FH spilaði síðast til úrslita bikarkeppninnar árið 2003 en hefur þó aldrei náð að hampa bikarnum eftirsótta. Liðið varð Íslandsmeistari þrívegis, á árunum 2004-2006, en missti naumlega af titlinum á lokaspretti mótsins í ár. Langþráða tvennan verður því ekki unnin af FH-ingum í ár. „Ég hef sagt það áður að miðað við að við höfum verið taldir meðal bestu liða landsins hefur verið ansi fúlt að komast aldrei í úrslitaleikinn. En leikurinn leggst afar vel í mig og fögnum við því að fá að taka þátt í honum nú.“ Hann segir að það ef FH vinni á laugardaginn mun það ekkert skyggja á sigurinn að liðið varð ekki einnig Íslandsmeistari. „Við erum búnir að afgreiða Íslandsmótið okkar á milli og nú er það bara þessi keppni sem gildir. Það kemur ekki eitt í staðinn fyrir annað.“ Ólafur segir að Fjölnisliðið er gott en það lék sem kunnugt er í fyrstu deildinni í sumar og lenti þar í þriðja sæti. „Fjölnir hefur spilað mjög vel í sumar og er með fljóta leikmenn sem og hóp leikmanna sem hafa reynslu úr úrvalsdeildinni. Þetta er fín samsetning á liði.“ Hann segir þó að undirbúningur sinna manna verður með hefðbundnu sniði. „Við komum með að spila okkar bolta eins og alltaf.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki