Erlent

Flóð valda miklu tjóni í Mexíkó

MYND/AFP

Mikið eignatjón hefur orðið í miklum flóðum sem nú geysa suðausturhluta Mexíkó. Í fylkinu Tabasco er talið að öll uppskera hafi eyðilagst en um sjötíu prósent af landi þar er nú undir vatni.

Um þrjú hundruð þúsund manns hafa lokast inni á flóðasvæðunum og hafa stjórnvöld beðið alla þá sem eiga báta að koma fólkinu til aðstoðar. Margir hafast við á þökum heimila sinna og bíða eftir björgun. Aðeins einn maður hefur látið lífið vegna flóðanna samkvæmt Mexíkóskum stjórnvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×