Erlent

Þrælar frelsaðir í Kína

Mennirnir hlutu brunasár þegar þeir burðuðust með heita múrsteina.
Mennirnir hlutu brunasár þegar þeir burðuðust með heita múrsteina. MYND/AFP

Þrátíu þrælar hafa verið frelsaðir úr prísund sinni í Kína. Mennirnir voru látnir vinna í tuttugu tíma á dag, kauplaust, í verksmiðju sem framleiðir múrsteina í Shanxi héraði. Verksmiðjan er í eigu sonar yfirmanns kommúnistaflokksins í héraðinu.

Þrælarnir voru afar illa haldnir eftir vistina, enda hafði þeim aðeins verið boðið upp á vatn og brauð í heilt ár að því er fréttastofa BBC segir. Margir þeirra voru einnig með afar slæm brunasár á höndum og búk eftir að hafa verið látnir burðast með brennheita múrsteina.

Heimamenn í héraðinu segja að verksmiðjunni hefði átt að loka fyrir löngu síðan en að kommúnistaleiðtoginn, faðir eigandans, hefði haldið hlífiskyldi yfir syni sínum.

Sonurinn hefur nú verið handtekinn og sætir kommúnista rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×