Erlent

Bíll líbansks þingmanns sprengdur í loft upp

Líbanskar sjónvarpsstöðvar sýndu myndir af brennandi bílum í nágrenni sprengingarinnar.
Líbanskar sjónvarpsstöðvar sýndu myndir af brennandi bílum í nágrenni sprengingarinnar.
Líbanski þingmaðurinn Antoine Ghanem, sem var mikill andstæðingur Sýrlandsstjórnar, lést í sprengjutilræði í Beirút í morgun.

Fimm aðrir létust og minnst fjórir særðust þegar bíll Ghanems sprakk. Hús í nágrenninu skemmdust og kviknaði í minnst fjórum bílum.

Líbanska þingið kemur saman í næstu viku og á þá að kjósa nýjan forseta landsins. Mikill órói hefur verið í landinu, sem er að ganga í gegnum sína verstu stjórnmálakreppu frá borgarastríðinu sem geysaði á árunum 1975-1990.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×