Erlent

Scotty er kominn upp

Óli Tynes skrifar
Fyrsta áhöfnin á Enterprise. Scotty er lengst til vinstri.
Fyrsta áhöfnin á Enterprise. Scotty er lengst til vinstri.

"Beam me up Scotty," er líklega ein af frægustu setningum kvikmyndasögunnar, þótt hún hafi í raun aldrei verið sögð í Star Trek þáttunum sem hún var hermd uppá. Scotty var Montgomery Scott, yfirvélstjóri á geimfarinu Enterprise. Réttu nafni hét hann James Doohan.

Doohan lést fyrir tveim árum, 85 ára að aldri. Hann hafði óskað þess að aska hans yrði send út í geiminn og við þeirri ósk var loks orðið í gær. Þá var ösku hans skotið upp með eldflaug sem einkafyrirtæki smíðaði. Um eitthundrað manns fylgdust með uppförinni.

Og nú er Scotty semsagt á braut um jörðu og bíður eftir félögum sínum Spock & co. Spursmál hvort hann bíði eftir Captain Kirk, sem er búinn að læra lögfræði og er sestur að í Boston. Þar rekur hann lögfræðistofu ásamt vini sínum Alan Shore.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×