Erlent

Kosningar í Pakistan munu tefjast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pakistan í dag.
Pakistan í dag.

Fyrirhugaðar kosningar í Pakistan gætu tafist um allt að eitt ár vegna neyðarlaganna sem Pervez Musharrafs hefur lýst yfir.

Þetta sagði Shaukat Aziz, forsætisráðherra landsins, á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði ennþá hug á því að færa landið í átt að auknu lýðræði, en þær dagsetningar sem höfðu verið ákveðnar fyrir kosningarnar myndu líklega hliðrast til.

Shaukat Aziz gat ekki sagt hvenær þær yrðu haldnar. Aziz sagði að fjögur til fimm hundruðu manns hefðu verið handteknir síðan í gær og að neyðarlög myndu gilda í landinu eins lengi og nauðsynlegt væri.

Musharraf lýsti yfir neyðarlögum í landinu í gær, en fyrirhugað var að hæstiréttur myndi senn úrskurða um kjörgengi hans í kosningum í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×