Erlent

Sarkozy er farinn til Tjad

Guðjón Helgason skrifar

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hélt í morgun af stað til Afríkuríkisins Tjad til að semja um lausn sautján Evrópubúa sem eru þar í haldi - sakaðir um tilraun til að ræna fjölda barna þaðan.

Meðal evrópubúanna eru fulltrúar franskra hjálparsamtaka sem sögðust ætla með hundrað og þrjú munaðarlaus börn frá Darfur-héraði í Súdan til Frakklands þar sem þau yrðu ættleidd.

Athuganir alþjóðlegra hjálparsamtaka hafa orðið til að þær fullyrðingar hafa verið dregnar í efa. Flest börnin eigi minnst annað foreldri sitt enn á lífi. Sarkozy mun funda með með Idriss Deby, forseta Tjad.

Deby sagði fyrir helgi að hann gerði sér vonir um að þrír blaðamenn og spænskir fugmenn - sem einnig eru í haldi - yrðu látnir lausir innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×