Erlent

Meta skemmdir eftir skýstróka

MYND/Getty

Húseigendur og fyrirtæki í Bretlandi meta nú skemmdir eftir að skýstrókar gengu yfir í miðhéruð-og suðurhluta Englands og ollu nokkurri eyðileggingu. Tré rifnuðu upp með rótum í veðrinu og skemmdu bæði hús og bíla.

Samkvæmt heimildum lögreglu reif hvirfilbylur 10 þök af húsum í Farnborough þar sem í það minnsta 20 eignir skemmdust.

Talsmaður veðurstofunnar segir að búist sé við áframhaldandi rigningu og vindi og aðstæður fyrir frekari skýstróka því enn til staðar. Alls var tilkynnt um 11 skýstróka til veðurstofunnar í morgun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×