Erlent

Einn lést í flóðum á Spáni

Flóð hafa hrjáð íbúa Evrópu í sumar.
Flóð hafa hrjáð íbúa Evrópu í sumar. MYND/Getty Images
Einn lést í flóðum á Spáni eftir úrhellisrigningu síðustu daga. Strandbærinn Almunecar á suðurhluta landsins varð vest úti en talið er að tjón af völdum flóðanna þar hlaupi á sex hundruð milljónum króna. Maðurinn sem lést var Þjóðverji og bjó í Almunecar. Hann drukknaði í flóðvatni í bílskúr sínum þegar skyndiflóð brast á og hann festist þar inni. Kafarar lögreglu fundu lík mannsins eftir að nágrannar létu vita. Hann hafði búið í bænum í áratug og hafa yfirvöld í bænum lýst yfir þriggja daga sorg vegna láts hans. Þá skemmdust byggingar á Mallorca þar sem einnig flæddi töluvert um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×