Erlent

Munkar leiða mestu mótmæli í Burma

Munkarnir eru afar ósáttir við herstjórnina í Myanmar.
Munkarnir eru afar ósáttir við herstjórnina í Myanmar. MYND/AFP
Þúsundir munka og almennra borgara marsera um götur Yangon fyrrum höfuðborgar Burma og mótmæla þannig herstjórninni í landinu. Vitni segja allt að 30 þúsund manns á götum borgarinnar, sem er mesti mannfjöldi í mótmælum í 20 ár. Mótmælin í dag fylgja í kjölfar mótmæla í gær sem 20 þúsund munkar og nunnur tóku þátt í. Ómögulegt er að segja til um hvernig mótmælin þróast, en ráðandi hershöfðingjar sýna óvenju mikla stillingu. Munkar njóta mikilla virðingar í Burma. Ef herinn léti til skarar skríða gegn þeim, gæti það skapað mikla reiði almennings. Þó er óttast að atburðir ársins 1988 endurtaki sig, en þá létust þrjú þúsund manns í uppreisn gegn herstjórninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×