Erlent

Tíu létu lífið eftir að brotsjór gekk yfir olíuborpall

Olíuborpallur á Mexíkóflóa
Olíuborpallur á Mexíkóflóa MYND/AFP

Tíu létu lífið eftir að mikill brotsjór gekk yfir olíuborpall á Mexíkóflóa í dag. Allar starfsmenn borpallsins, 81 að tölu, neyddust til að flýja pallinn og fara í björgunarbáta. Björgunarsveitir hafa náð að bjarga 58 mönnum en yfir tuttugu er enn saknað.

Olíuborpallinn stórskemmdist þegar brotsjórinn gekk yfir. Bæði gas- og olíuleiðslur rofnuðu og var óttast að pallurinn kynni að spryngja í loft upp. Björgunarsveitir leita nú við erfiðar aðstæður að þeim mönnum sem enn er saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×