Erlent

Osama bin Laden minnir á sig

Það var fátt nýtt í skilaboðunum frá bin Laden.
Það var fátt nýtt í skilaboðunum frá bin Laden.

Osama bin Laden, leiðtogi al Qaeda hryðjuverkasamtakanna sakar Bandaríkjamenn um að vilja ná yfirráðum yfir olíulindum Íraka. Í upptöku sem birtist íslamskri vefsíðu í kvöld sagði hann að ætlun Bandaríkjamanna væri að ná stjórn á olílindum, byggja herstöðvar og ná allsherjar stjórn í Írak. Bin Laden hvatti Íraka til að berjast gegn þessum fyrirætlunum Bandaríkjamanna. Hann sagði að þeir sem styddu Bandaríkjamenn í fyrirætlunum þeirra væru að bregðast Islam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×