Erlent

David Letterman til starfa á ný

David Letterman er hér með David Duchovny.
David Letterman er hér með David Duchovny.

Spjallþáttakóngurinn David Letterman hefur náð samkomulagi við handritshöfunda, sem hafa verið í verkfalli, og því getur vinna hafist að nýju við að framleiða þáttin hans. Stéttarfélag handritshöfunda sagði að samkomulagið þýddi að höfundar fengu greitt fyrir efni sem dreift er á Netinu, en um þetta hefur verið þrætt öðru fremur. Letterman sagðist vera ánægður með að geta farið til starfa að nýju eftir átta vikna frí. Hann sagði hins vegar að þrátt fyrir samkomulag sitt við handritshöfunda þýddi það ekki að verkfallið væri leyst. Það hefði enn áhrif á líf þúsunda manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×