Erlent

Al-Qaeda banaði Bhutto

Talið er að al-Qaeda beri ábyrgð á morðtilræðinu í gær.
Talið er að al-Qaeda beri ábyrgð á morðtilræðinu í gær.

Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð á morðinu á Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, samkvæmt heimildum Sky fréttastöðvarinnar. Bhutto var myrt á leið frá kosningafundi skömmu eftir hádegið í gær að íslenskum tíma. Bhutto átti sér fjölmarga fjendur, þar á meðal úr röðum Musharrafs forseta en grunurinn beindist einnig fljótt að öfgasinnuðum múslimum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×