Erlent

Lögreglan leitar enn bankaræningja

Frá Árósum.
Frá Árósum.

Lögreglan á Austur - Jótlandi leitar enn fjögurra manna sem talið er að hafi stungið af með ríflega þrjú hundruð milljónir íslenskra króna úr bankaráni í Brabrand, úthverfi Árósa í gær. Mennirnir flúðu á drapplituðum Audi A4 bíl sem var á stolnum númeraplötum, en bíllinn fannst í gær. Lögreglan telur að mennirnir hafi skilið bifreiðina eftir og farið leiðar sinnar á öðrum bíl. Lögreglan lýsir því eftir vitnum sem gætu hafa séð mennina flýja. Lítið er vitað um ræningjana, annað en það að þeir eru á milli tvítugs og þrítugs og allir í kringum 180 cm á hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×