Erlent

Bhutto lést af skosári aftan á hálsi

Benazir Bhutto skömmu áður en hún lést.
Benazir Bhutto skömmu áður en hún lést.

Benazir Bhutto lést af skotsári sem hún hlaut aftan á hálsi en tilræðismaðurinn sprengdi sig í loft upp eftir að hafa skotið hana. Sprengingin drap 22 aðra að sögn lækna.

John Moore ljósmyndari var á staðnum en hann segir Bhutto hafa staðið upp úr topplúgu á bíl sínum og veifaði fólki þegar skyndilega heyrðust tveir skothvellir.

Bhutto féll inn í bílinn og í sömu andrá kom mikil sprenging sem þeytti hlutum inn í mannmergðina. Lögreglan lét hafa eftir sér nú í kvöld að tilræðismaðurinn hefði verið á mótorhjóli og hann hefði sprengt sig í loft upp skammt frá bíl Bhutto.

Öryggisgæsla í kringum Bhutto hefur mikið verið gagnrýnd en á undanförnum vikum hefur henni margoft verið hótað lífláti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×