Erlent

Voru þeir að egna tígrisdýrið ?

Óli Tynes skrifar

Lögreglan í San Francisco hefur grun um að mennirnir þrír sem urðu fyrir árás tígrisdýrs í borginni í fyrradag hafi skömmu áður verið að egna það í búri sínu.

Þegar það slapp, hafi dýrið elt þá uppi og ráðist á þá. Það drap einn og stórslasaði hina. Lögreglan telur einnig mögulegt að einhver hafi viljandi hleypt tígrisdýrinu út.

Mennirnir þrír sem tígrisdýrið réðust á eru 17, 19 og 23 ára. Tveir þeir eldri voru bræður, en þeir höfðu farið saman í dýragarðinn allir þrír. Lögreglan segir að mennirnir hafi orðið viðskila þegar þeir fóru frá tígrisdýrabúrinu.

Sá yngsti var á rölti þar rétt hjá en bræðurnir tveir fóru á veitingastað nokkur hundruð metrum lengra frá búrinu. Þegar tígrisdýrið slapp út réðst það fyrst á þann yngsta og drap hann. Það hélt svo áfram að veitingastaðnum þar sem það réðst á hina tvo.

Lögreglan segir það ekki berum orðum en hún telur semsagt ekki ólíklegt að tígrisdýrið hafi þefað fjendur sína uppi og sneitt hjá bæði öðrum gestum og starfsmönnum í í garðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×