Erlent

Tala látinna í Nepal hækkar

Óttast er að á annað hundrað manns hafi látist þegar brú hrundi í fjallendi Nepal í gær. Fimmtán lík hafa fundist.

Talið er að allt að sex hundruð manns hafa verið á brúnni þegar hún hrundi í gær. Vírar sem héldu brúnni uppi gáfu undan og féll fólkið í ískalda á þar fyrir neðan.

Björgunarsveitir hafa unnið í alla nótt að koma fólki til aðstoðar en yfir hundrað manns er enn saknað. Óttast er að fólkið kunni að vera látið. Nú þegar hafa 15 lík fundist - aðallega konur og börn.

Björgunarmenn segja þó líklegt að einhverjir hafi náð að synda í land og farið til síns heima án þess að láta vita af sér.

Herþyrlur hafa verið notaðar til að flytja slasaða á nálæg sjúkrahús. Þá hafa fimm alvarlega særðir verið fluttir á spítala í borginni Katmandu sem liggur í um 500 kílómetra fjarlægð frá slysstað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×