Erlent

Stálu heilli baðströnd með öllum búnaði

Landamæraþjófar eru grunaðir um að hafa stolið heilli baðströnd, með kofum, sóltjöldum, sólbekkjum og sandinum.

Þjófnaður þessi átti sér stað í Ungverjalandi. Ungverjaland liggur hvergi að sjó svo ákveðið var að búa til baðströnd við árbakka Mindszentaárinnar.

Forráðamenn þessarar baðstrandar uppgvötvuðu nýlega að hún var horfin en ströndin er lokuð yfir vetrartímann. Bíræfnir þjófar höfðu stolið öllu, þar á meðal 6.000 rúmmetrum af sandi.

Formaður ferðamálaráðs bæjarins þar sem strönd var byggð er alveg gáttaður á þessu máli. „Ég hefði haldið að þjófnaður af þessari stærðargráðu væri alveg ómögulegur," segir hann. „En í þessari viku var ströndin bara gersamlega horfin."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×