Erlent

4500 milljarðar til stríðsrekstrar í Írak og Afganistan

Stríðsrekstur Bush-stjórnarinnar hefur kostað bandarískan almenning skildinginn.
Stríðsrekstur Bush-stjórnarinnar hefur kostað bandarískan almenning skildinginn. MYND/Reuters

Bandaríkjaþing samþykkti í gærkvöldi 4500 milljarða króna aukafjárveitingu til stríðsrekstrarins í Írak og Afganistan - og það þó heimkvaðning hermanna væri ekki tímasett.

Demókratar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins og hafa lagt áherslu á að aukafjárveiting fáist ekki nema heimkvaðning verði tímasett. Fjárveitingin er hluti af fjárlögum fyrir næsta ár sem nema jafnvirði rúmlega þrjátíu og fimm þúsund milljörðum króna.

Bush Bandaríkjaforseti hótaði því að beita neitunarvaldi á frumvarpið í heild sinni yrði heimkvaðningarákvæðinu haldið til streitu. Það hefði lamað alla starfsemi hins opinbera í Bandaríkjunum og valdið almenningi ómældum vandræðum. Að lokum létu demókratar undan og frumvarpið var samþykkt án ákvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×