Erlent

Tvær flugvélar rekast saman yfir Englandi

Tveir létu lífið eftir að tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi yfir Mið-Englandi í dag skammt frá bænum Stafford.

Önnur vélin hrapaði á akur en flugmaður hinnar vélarinnar náði að nauðlenda á nærliggjandi flugvelli. Þrír voru um borð í þeirri vél en hún skemmdist lítið við áreksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×