Erlent

Sprenging við dómshús á Spáni

Engan sakaði þegar sprengja sprakk fyrir utan dómshús í norðurhluta Spánar í morgun. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en lögreglunni barst viðvörun um sprengjuna um þrjátíu mínútum áður en hún sprakk.

Samtökin boðuðu áframhaldandi sprengjuárásir á föstudaginn. Fyrir hálfum mánuði létust tveir lögreglumenn í skotárás leyniskyttu og þá létu tveir lífið þegar sprengja sprakk fyrir utan alþjóðaflugvöllinn í Madrid í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×