Erlent

Banna eðalsteina frá Búrma til að þrýsta ár þarlend stjórnvöld

Stjórnvöld í Búrma gengu hart fram gegn munkum í haust þegar þeir kröfðust betri kjara fyrir almenning í landinu.
Stjórnvöld í Búrma gengu hart fram gegn munkum í haust þegar þeir kröfðust betri kjara fyrir almenning í landinu. MYND/AP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt innflutningsbann á rúbínum og öðrum eðalsteinum frá Búrma.

Þetta er gert til að auka þrýsting á stjórnvöld í Búrma um að auka mannréttindi í landinu. Jafnframt á bannið að koma í veg fyrir að Búrma geti flutt eðalsteina til Bandaríkjanna í gegnum þriðja aðila. Bannið þarf samþykki öldungadeildarinnar og Bush forseta til að verða virkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×