Erlent

Sex nemar særðust í skotárás í Las Vegas

Sex menntaskólanemar særðust í skotárás sem gerð var í skólabíl þeirra í Las Vegas í aðfararnótt miðvikudagsins.

Bíllinn hafði staðnæmst og nemendurnir að streyma úr honum þegar tveir nemendanna drógu fram byssur og byrjuðu að skjóta á samstúdenta sína. Að sögn lögreglunnar er aðeins einn þeirra sem urðu fyrir skotum í lífshættu en sár hinna fimm eru ekki talin alvarleg.

Talið er að ástæða árásarinnar sé uppgjör milli tveggja glæpagengja eftir deilur sem urðu í sama skólabíl á mánudag. Þrír hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×