Erlent

Sextíu og sjö látnir eftir tilræði í Alsír

Eins og þessi mynd sínir var sprengingin við Hæstarétt Alsír afar kröftug.
Eins og þessi mynd sínir var sprengingin við Hæstarétt Alsír afar kröftug. MYND/AP

Sextíu og sjö manns eru sagðir látnir eftir tvær bílsprengjuárásir í Algeirsborg í Alsír í dag.

Að minnsta kosti einn starfsmaður Sameinuðu þjóðanna lést í annarri sprengingunni en hún varð við skrifstofur samtakanna í Algeirsborg. Fyrri sprengingin var nærri Hæstarétti landsins og létust fjölmargir námsmenn sem voru í strætisvagni sem átti leið hjá dómhúsinu þegar bílsprengjan sprakk.

Þá er mikill fjöldi manna særður og óttast að fólk sé fast í þeim byggingum sem skemmdust í tilræðunum. Talsmaður Hvíta hússins fordæmdi árásirnar á húsakynni Sameinuðu þjóðanna og kallaði árásarmennina óvini mannkyns.

Talið er líklegt að Al Kaída samtökin í norðanverðri Afríku hafi staðið fyrir voðaverkunum. Samtökin hafa fyrir sið að láta finna fyrir sér á ellefta degi mánaðarins eins og til að minna á árásirnar á tvíturnana í Bandaríkjunum þann 11. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×