Erlent

Föngum sleppt frá Guantanamo

MYND/AP

Talið er að fjórir menn sem voru búsettir í Bretlandi verði látnir lausir úr fangelsi Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu. Breskur þingmaður í kjördæmi eins mannsins segist vona að hann verði kominn heim til Bretlands fyrir jól.

Lausn mannanna tengist stefnubreytingu bresku stjórnarinnar, sem hefur hingað til einungis krafist lausnar breskra ríkisborgara frá fangelsinu í Guantanamo - en ekki manna sem hafa annað ríkisfang þó að þeir hafi haft búsetu í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×