Erlent

Frambjóðandi Sameinaðs Rússlands kynntur síðar í mánuðinum

MYND/AP

Ákveðið verður á flokksþingi Sameinaðs Rússlands, flokks Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, þann 17. desember hver verði forsetaframbjóðandi flokksins í kosningum í mars á næst ári. Frá þessu greindi Borís Gryzlov, leiðtogi flokksins, í dag.

Eins og fram hefur komið í fréttum mega menn aðeins sitja tvö kjörtímabil í embætti forseta Rússlands og rennur síðara tímabil Pútíns út á næsta ári. Óvíst er hver tekur við af honum en nafn Sergeis Lavrovs utanríkisráðherra hefur verið nefnt í þessu samhengi.

Talið er næsta víst að frambjóðandi Sameinaðs Rússlands verði kjörinn næsti forseti enda hefur flokkurinn töglin og hagldirnar í rússneskum stjórnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×