Erlent

Nashyrningaskítur í boði á eBay

Ýmsir skrýtnir hlutir hafa komið til sölu á uppboðssíðunni eBay í gegnum árin. Þar hefur mátt kaupa ristaða brauðsneið með mynd af jesú, ristaða brauðsneið með mynd af O.J. Simpson og landið Belgíu í heild sinni. Nú geta menn boðið í nashyrningaskít á eBay.

Það er Alþjóðlega nashyrningastofnunin sem sett hefur þessa nýstárlegu vöru til sölu en ætlunin er að afla fjár til baráttunnar gegn útrýmingu nashyrninga í heiminum. Forráðamenn stofnunarinnar lofa því að þannig sé gengið frá skítnum í póstflutningi að skítalykt angri ekki póstmanninn eða viðtakandann




Fleiri fréttir

Sjá meira


×