Erlent

Fyrstu vitnaleiðslur í máli Guantanamo-fanga

MYND/Reuters

Vitnaleiðslur hefjast í dag í fyrsta sinn í máli fanga í Guantanamo-herstöð Bandaríkjamanna á Kúbu, sex árum eftir að fyrsti fanginn var fluttur þangað.

Um er að ræða sérfræðinga í málefnum Miðausturlanda sem bera vitni í máli manns sem er sagður hafa verið ökumaður Osama bin Ladens. Saksóknarar við herrétt á herstöðinni segja að maðurinn, Salim Ahmed Hamdan, sé ólöglegur vígamaður.

Verjendur hans segja að þó að hann hafi keyrt bíl fyrir bin Laden þá sé ekki þar með sagt að hann sé hryðjuverkamaður. Í gær fóru fram vitnaleiðslur fyrir hæstirétti Bandaríkjanna um mannréttindi fanganna í Guantanamo. Ekki er búist við niðurstöðu fyrr en næsta vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×