Erlent

Kveffaraldur herjar á Dani

Danir glíma nú við kveffaraldur sem lagt hefur hundruðir þúsunda þeirra í rúmið.

Lyfjatæknistofnun Danmerkur, eða Staten Serum Institut, hefur lýst því yfir opinberlega að um faraldur sé að ræða en ekki hið hefðbunda haustkvef þar sem svo margir Danir hafa lagst í rúmið vegna þess.

Þeim sem eru smitaðir er bent á að halda sig heima við svo þeir nái sér fljótar og ekki hvað síst svo þeir smiti ekki aðra. Formaður læknasamtaka Danmerkur segir að þetta kvef muni líða hjá eins og aðrar umgangspestir og að ekki sé nein sérstök hætta á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×