Erlent

Dádýr sleppa af búgarði í Danmörku

MYND/Reuters

Villtum dádýrum á Vestur-Jótlandi hefur fjölgaði svo um munar á skömmum tíma eftir að 400 dýr af hjartarbúi í Örre sluppu þaðan.

Fram kemur í héraðsblaðinu Herning Folkeblad að hluti dýranna hafi snúið aftur en stærsti hlutinn er nú á túnum og skógum á svæðinu. Haft er eftir dýraráðunauti á svæðinu að um mikinn fjölda sé að ræða með tilliti til þess hversu mörg villt dádýr voru á svæðinu fyrir. Þau voru aðeins hundrað og því hefur fjöldi þeirra fimmfaldast.

Dádýr hafa verið friðuð á þessum slóðum í von um að stofninn stækki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×