Erlent

Forsætisráðherra Póllands fordæmir framkvæmd kosninganna í Rússlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Donald Tusk fordæmir framkvæmd kosninganna.
Donald Tusk fordæmir framkvæmd kosninganna.

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, fordæmdi framkvæmd kosninganna í Rússlandi á fundi sínum með æðstu mönnum ESB, sem fram fór í dag. „Við Evrópubúar ættum ekki að sætta okkur við aðstæður þar sem lýðræðið er brotið á bak aftur," sagði Tusk. Viðbrögð hans eru gerólík viðbrögðum Nicolas Sarkozys Frakklandsforseta sem í gær óskaði Vladimir Putin til hamingju með árangur sinn. 

Flokkur Pútíns, Sameinað Rússland, hlaut rúmlega 64 prósent atkvæða í kosningunum í fyrradag og hefur Pútín nú þann þingmeirihlutann sem þarf til að breyta stjórnarskrá Rússlands þannig að hann geti boðið sig fram til forseta þriðja kjörtímabilið í röð. Evrópusambandið og Öryggisstöfnun Evrópusambandsins gagnrýndu kosningarnar í gær og sögðu þær ekki ósanngjarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×