Erlent

Gíslatökumaður handtekinn á kosningaskrifstofu Clintons

Lögregla í Bandaríkjunum handtók í gærkvöldi gíslatökumann í bænum Rochester í New Hampshire. Maðurinn hélt starfsmönnum og sjálfboðaliðum á kosningaskrifstofum Hillary Clinton forsetaframbjóðanda í gíslingu í um fimm klukkustundir.

Hann sagðist vera með sprengju innan klæða. Gíslatökumaðurinn vildi fá að tala við Clinton og sagðist vera að krefjast bættrar geðheilbrigðisþjónustu.

Clinton aflýsti öllum fundum í gærkvöldi. Hún og aðrir frambjóðendur demokrata auk sumra repúblikana lokuðu kosningaskrifstofum sínum. Forkosningar verða í New Hampshire í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×