Erlent

Þýsk kirkja slær út skakkan turn

Þýsk kirkja hefur nú náð titlinum af Skakka turninum í Pisa sem sú bygging sem hallar mest í heiminum. Sérfræðingar frá Heimsmetabók Guinness hafa staðfest þetta.

Kirkjan stendur í smábænum Suurhusen og í júní fóru bæjaryfirvöld formlega fram á það við Heimsmetabókina að turn hennar skyldi fá nafnbótina sem sú bygging heimsins sem hallar mest.

Kirkjuturninn hallar rúmega 5 gráður frá miðju samanborið við tæplega 4 gráðu halla á Skakka turninum í Pisa. Kirkjan er byggð á miðri fjórtándu öld en turninn er viðbygging við hana og smíðaður 1450. Hann er byggður á trástoðum og þær ásamt votum jarðveginum hafa valdið þessum halla á honum gegnum árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×