Erlent

Kjarnorkufundur Íran og ESB skilaði litlu

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad hefur neitað að verða við kröfum SÞ um að láta af auðgun úrans.
Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad hefur neitað að verða við kröfum SÞ um að láta af auðgun úrans.

Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Javier Solana, segir að fundur hans með aðal samningamanni Írana í kjarnorkumálum hafi engu skilað og segist hann hafa orðið fyrir vongbrigðum. Talsmaður Írana segir hins vegar að viðræðurnar hafi gengið vel. Viðræðurnar voru sagðar skipta miklu máli því þær myndu hafa áhrif á ákvörðun Bandaríkjamanna og stuðningsmanna þeirra um frekari refsiaðgerðir gegn Íran.

Solana segir lítið hafa komið út úr fundinum en þeir ráðgera að ræða aftur saman í Desember. Sameinuðu þjóðirnar hafa þrýst á Írani um að hætta auðgun úrans en Íranir segja áætlun sína aðeins vera í friðsömum tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×