Erlent

Pósthúsi í Danmörku lokað vegna torkennilegs efnis í bréfi

Fimm manns hafa verið settir í einagrun og þrjátíu manns voru fluttir út af pósthúsi í Hörsholm á Norður-Sjálandi í Danmörku eftir að torkennilegt hvítt lak úr bréfi sem barst pósthúsinu. Bæði lögregla og slökkvilið hafa mikinn viðbúnað vegna málsinsog þá hafa verið kallaðir til eiturefnasérfræðingar. Lögregla hefur ekki gefið upp hvers kyns efnið er en mörgum er enn í fersku minni viðbúnaður víða um heim fyrir nokkrum árum þegar mikil hætta var talin á miltisbrandsárásum, meðal annars með bréfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×