Erlent

Lést þegar farsímarafhlaða sprakk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Síminn var af gerðinni LG.
Síminn var af gerðinni LG.
Yfirvöld í Suður-Kóreu rannsaka nú andlát manns sem sagður er hafa látist þegar farsímarafhlaða sprakk. Maðurinn fannst látinn á vinnustað sínum með bráðnaða rafhlöðu í skyrtuvasa sínum og sár á lunga og hjarta. Talsmenn farsímaframleiðandans LG segja að farsíminn hafi verið þaulprófaður og einungis seldur í Kóreu en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Einungis eru fjórir mánuðir frá því að maður lést í Kína þegar farsími sprakk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×