Erlent

Vill sameiginlega Evrópulöggjöf um skotvopn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arlene McCarthy vill skýrari löggjöf um skotvopn.
Arlene McCarthy vill skýrari löggjöf um skotvopn. Mynd/ Ingi Ingason.
Ríki innan Evrópusambandsins ættu að taka upp sameiginlega vopnalöggjöf að mati Arlene McCarthy bresks þingmanns á Evrópuþinginu.

Það voru voðaverkin í Finnlandi fyrr í mánuðinum, þegar átján ára nemandi skaut sjö til bana, sem urðu tilefni til hugleiðinga McCarthys. Hún vill að Evrópuþingið setji lög um skotvopnaeign sem ríki innan sambandsins taki síðan upp. Arlene vísar í rannsókn sem sýnir að helmingur allra skotvopna sem lögreglan í Manchester lagði hald á árið 2006 hafi verið skráð sem loftbyssur eða startbyssur, eins og þær sem notaðar eru í íþróttakappleikjum, en voru í raun hættuleg drápstól. McCarthy segir því ljóst að skerpa þurfi á vopnalöggjöf.

Í Bretlandi voru skotvopnalög endurskoðuð eftir skotárás sem gerð var í skoska bænum Dublane árið 1996 þegar 16 skólabörn voru myrt. Það hefur þó ekki orðið til þess að hefta útbreiðslu skotvopna í Bretlandi. McCarthy segir ástæðuna vera þá að vopnin komi frá framleiðendum í Þýskalandi og Litháen og séu skráð sem leikföng.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×