Erlent

Musharraf lét af embætti hershöfðingja landsins í morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pervez Musharraf forseti Pakistan lét í morgun af embætti hershöfðingja landsins við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum hersins í Pakistan. Sá sem tekur við af Musharraf heitir Ashfaq Pervez Kiani. Við athöfnina sagði Musharraf að hann væri stoltur yfir því að hafa stjórnað svo miklu afli sem herinn væri. Hart hefur verið lagt að Musharraf að láta af embætti hershöfðingja, en hann mun sverja embættiseið sem forseti landsins í þriðja sinn á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×