Erlent

Segir erfðabreytt matvæli hentugri en lífrænt ræktuð

Grænmetið í þessum rétti er lífrænt ræktað og girnilegt.
Grænmetið í þessum rétti er lífrænt ræktað og girnilegt.
Erfðabreytt matvæli eru yfirleitt hentugri en matvæli sem eru ræktuð á hefðibundinn hátt, sagði David King, helsti vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar, í gær. King sagði það ljóst að áhyggjur manna af erfðabreyttum matvælum ættu ekki við rök að styðjast. Hann sagði jafnframt að mikil fólksfjölgun og loftslagsbreytingar myndu hafa neikvæð áhrif á landsvæði sem nýtt er til matarræktar. Því gæti erfðafræði verið góð lausn til að tryggja nægt framboð af matvælum í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×