Erlent

Stjórnvöld í Frakklandi halda neyðarfund

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti heldur í dag neyðarfund með æðstu embættismönnum sínum. Tilefnið er að ræða óeirðir sem hafa verið í Frakklandi síðan á sunnudag, þegar tvö ungmenni létust í árekstri við lögregluna. Að minnsta kosti hundrað og tuttugu lögregluþjónar hafa slasast í óeirðunum, sumir þeirra mjög alvarlega. Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands segir að ríkisstjórnin muni gera allt sem hún geti til að koma kyrrð á aftur í landinu. Hann segir að þótt ástandið í nótt hafi verið mun skárra en næturnar tvær á undan sé það alls ekki nógu gott.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×