Erlent

Bresk kennslukona fangelsuð í Súdan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skyldi einhver þessara vera kallaður Múhameð?
Skyldi einhver þessara vera kallaður Múhameð?
Breskur grunnskólakennari, Gillian Gibbons, var nýlega handtekin í Súdan, sökuð um að svívirða samfélag múslima, með því að leyfa nemendum sínum að nefna bangsann sinn Múhameð í höfuðið á spámanninum. Sagt er að fjölmargir foreldrar hafi kvartað til skólayfirvalda vegna þessa. Gibbons segir að hún hafi gert sakleysisleg mistök, en samkvæmt BBC gæti hún átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi. Fulltrúar breska sendiráðsins í Súdan gera ráð fyrir að þeir muni hitta Gibbons fljótlega. Þeir furða sig á því að hún hafi verið handtekin. Óttast er að æstir múslimar í Súdan muni ráðast að Gibbons á meðan hún situr í gæsluvarðhaldi og vinna henni mein.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×