Erlent

Lokatilraun til að elta uppi Nasista

Hafin er lokatilraun til að elta uppi og lögsækja fyrrverandi stríðsglæpamenn Nasista úr síðari heimsstyrjöldinni. Verkefnið er kallað „Lokatækifærið" og er skipulagt af stofnun Símons Wiesenthal. Barátta þeirra er háð með auglýsingum og með því að bjóða þeim peningaverðlaun sem veita gagnlegar upplýsingar um Nasista. Lokatilraunin er háð í Chile, Úrugvæ, Argentínu og Brasilíu en talið er að fjölmargir Nasistar hafi flúið þangað eftir seinni heimsstyrjöldina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×