Erlent

Vongóðir um árangur í friðarviðræðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bush og Abbas eru kampakátir.
Bush og Abbas eru kampakátir.
George Bush forseti Bandaríkjanna, Olmert forsætisráðherra Ísrael og Abbas leiðtogi Palestínumanna, segjast allir vera vongóður um að fundur sem þeir áttu saman í Maryland í Bandaríkjunum í gær geti skilað árangri í friðarviðræðum. Bush sagði í matarboði í gær að hann væri persónulega skuldbundinn því að friður næðist í Austurlöndum. En hann sagði jafnframt að deiluaðilar þyrftu að færa miklar fórnir. Stjórnmálaskýrendur segjast rétt mátulega vongóðir um að friðarráðstefna sem Bush stendur fyrir og hefst í Annapolis í dag muni skila árangri. Yfir 40 ríki og samtök, þar á meðal Sádí Arabía og Sýrland, taka þátt í ráðstefnunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×