Erlent

Keníska lögreglan drap þúsundir

Lögreglumaður skipar manni að gefast upp í fátækrahverfinu Mathare í Naíróbí í aðgerð gegn Mungiki klíkunni í sumar.
Lögreglumaður skipar manni að gefast upp í fátækrahverfinu Mathare í Naíróbí í aðgerð gegn Mungiki klíkunni í sumar. MYND/AFP
Mannréttindasamtök halda því fram að keníska lögreglan hafi tekið allt að 8,040 manns af lífi eða pyntað til dauða í áhlaupi gegn ættbálkaklíku sem bönnuð hefur verið í landinu. Skýrsla samtakanna segir að 4,070 manns til viðbótar sé saknað eftir að öryggissveitir reyndu að þurrka Mungiki flokkinn út. Um er að ræða dráp og hvarf fólksins á fimm ára tímabili til ágúst 2007. Samtökin sem um ræðir eru Oscar samtökin sem veita ókeypis lögfræðiaðstoð í Kenýa. Talsmaður lögreglunnar vísaði fréttunum á bug sem skáldskap við fréttastofu AP. Hann sagði þá sem dreifðu slíkum fréttum vera varhugaaverða persónuleika. Skýrsla samtakanna segir að almenn deild hafi myrt fólkið í aðgerðum í fátækrahverfum. Hún er byggð á viðtölum við ættingja, krufningarskýrslum, upplýsingum lögreglu og frekari upplýsingum. Skýrslan kemur í kjölfar þess að nefnd á vegum kenískra stjórnvalda tengdi morð nærri 500 meðlima Mungiki á síðustu fimm mánuðum til lögreglu. Lögreglan hefur haldið því fram að glæpamenn séu ábyrgir. Einungis tvær vikur eru til forsetakosninga í landinu og því koma upplýsingarnar á afar viðkvæmum tíma pólitískt séð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×