Erlent

35 létust í sprengjuárás í Pakistan

Hermenn og lögregla á vettvangi eftir sjálfsmorðssprengju sem kostaði sex lífið í Ravalpindí í október.
Hermenn og lögregla á vettvangi eftir sjálfsmorðssprengju sem kostaði sex lífið í Ravalpindí í október. MYND/AFP

Minnst 35 týndu lífi og fjölmargir særðust í tveimur sjálfsvígssprengjuárásum í Ravalpindí nærri höfuðborginni Íslamabad í Pakistan í morgun. Höfuðstöðvar pakistanska hersins eru í Ravalpindí. Önnur árásin var gerð á rútu sem var að flytja sérsveitarmenn og hin á varðstöð hersins.

Þetta eru fyrstu sjálfsvígssprengjurárásirnar í þessu vígi pakistanska hersins frá því Musharraf forseti setti neyðarlög í landinu fyrir þremur vikum. Forsetinn sagði það meðal annars gert til að tryggja stöðugleika í landinu.

Nokkuð hefur verið um sjálfsvígssprengjuárásir í Pakistan síðustu misseri - sú mannskæðasta varð 135 að bana í Karachi í síðasta mánuði þegar Benasír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra, sneri heim úr sjálfskipaðri útlegð.

Engin samtök hafa lýst árásunum í morgun á hendur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×