Erlent

Útlit fyrir forsætisráðherraskipti í Ástralíu

John Howard ásamt konu sinni á kjörstað.
John Howard ásamt konu sinni á kjörstað. MYND/AP

Útlit er fyrir að forsætisráðherraskipti verði í Ástralíu í dag. Talning atkvæða í þingkosningum þar í landi er langt komin og benda fyrstu tölur til þess að dagar Johns Howards í embætti séu taldir. Hann og Frjálslyndi flokkur hans hafa verið við völd í ellefu ár.

Nú rétt í þessu lýsti Kevin Rudd, formaður Verkamannaflokksins, yfir sigri. Hann hefur heitið breytingum. Hann ætlar að skrifa undir Kyoto-bókunina um losun gróðurhúsalofttegunda og kalla hluta ástralska herliðsins heim frá Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×