Erlent

Tvær milljónir fá mat í fjóra mánuði vegna hamfara

Stjórnvöld í Bangladess sögðust í dag mundu útvega rúmlega tveimur milljónum manna matvæli næstu fjóra mánuði.

Neyðarbirgðir eru nú farnar að berast á svæði sem urðu illa úti í fellibylnum, sem fór yfir landið í síðustu viku, meðal annars með þyrlum hersins.

Á einum stað mátti sjá örvæntingarfullt fólk reyna að grípa birgðir af næringarríku kexi sem verið er að flytja á flóðasvæðin í miklum mæli. Margir misstu allt sitt í óveðrinu, hús, húsbúnað og matarbirgðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×