Erlent

Tala látinna námumanna í Úkraínu hækkar

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Námuverkamenn sem komust lífs af úr slysinu snúa aftur frá námunni.
Námuverkamenn sem komust lífs af úr slysinu snúa aftur frá námunni. MYND/AFP

Nú er staðfest að 88 manns létust í versta námuslysi í Úkraínu á sunnudag þegar sprenging varð um einn kílómeter neðanjarðar. Enn er 12 námuverkamanna saknað í Zasyadko kolanámunni í austurhluta Donetsk héraðs.

Eldar hafa hindrað björgunarstörf og yfirmaður verkalýðsfélags hefur sagt að engin von sé um að finna fleiri á lífi.

450 manns voru við vinnu í göngunum þegar sprengingin varð. Um 360 var bjargað skömmu eftir sprenginguna.Lík 88 manna hafa fundist samkvæmt upplýsingum neyðarmálaráðuneytisins.

Viktor Yushchenko forseti Úkraínu hefur lýst yfir þjóðarsorg vegna þeirra sem fórust. Fyrstu jarðafarir fórnarlambanna verða haldnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×