Erlent

Verðbólgutölum í Zimbabwe seinkar vegna skorts

Um 30 börn fá daglegan skammt af baunum og kornmeti í Masarira skólanum. Fyrir mörg þeirra er þetta eina fæðan sem þau fá.
Um 30 börn fá daglegan skammt af baunum og kornmeti í Masarira skólanum. Fyrir mörg þeirra er þetta eina fæðan sem þau fá.

Yfirvöld í Zimbabwe segja að skortur á nauðsynjavörum hafi orðið til þess að verðbólgutölum fyrir októbermánuð seinki. Tölurnar átti að birta í síðustu viku en verðbólga í landinu er nú um 8.000 prósent.Moffat Nyoni forstjóri Hagstofu landsins segir söfnun og útreikning hafa orðið fyrir barðinu á skortinum í landinu. „Ég er hræddur um að tölurnar séu ekki tilbúnar, og verði það ekki í einhvern tíma," sagði hann.

Vöruskortur er víða gríðarlegur og eru margar matvöruverslanir að mestu leiti tómar. Ríkisstjórnin fyrirskipaði á dögunum að verð á vörum og þjónustu skyldu lækkuð um helming.

Könnun ríkisstjórnarinnar leiddi í ljós að næstum engar nauðsynjavörur er að finna í verslunum. „Þetta er sönnun hruns stjórnunar í Zimbabwe, segir Nelson Chamisa talsmaður stjórnmálaafsl sem berst fyrir lýðræði í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×